Fjallabyggð auglýsir eftir hentugu framtíðar húsnæði til kaups eða leigu á Siglufirði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON.  

Við val á húsnæði verður horft til eftirtalinna þátta:

  1. Að húsnæðið sé ekki minna en 220 fermetrar.
  2. Að húsnæðið uppfylli skilyrði um aðgengi fyrir hreyfihamlaða eða bjóði upp á breytingu á aðgengi.
  3. Að skipulag húsnæðisins og staðsetning sé með þeim hætti að það henti starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Eftirfarandi rými þurfa að vera til staðar hið minnsta:

  • Eitt stórt rými,  ekki undir 120m2
  • Tvö herbergi hvort um sig um 20m2
  • Eitt herbergi eða miðrými ekki undir 50m2
  • Kaffistofa með eldhúsinnréttingu
  • Að minnsta kosti tvö aðskilin salerni, þarf af eitt fyrir hreyfihamlaða/hjólastól 

Tillögur / tilboð um húsnæði sendist á fjallabyggd@fjallabyggd.is fyrir 1. janúar 2021.

Frekari upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála í sími 464-9100 eða á netfangið  rikey@fjallabyggd.is

Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum innsendum tillögum og eða tilboðum eða taka hverju þeirra sem er.