Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fylgist grannt með tíðarfari um land allt og þó víða væri leitað.
Sagði hann á facebook síðu sinni í gær á föstudaginn langa. “Sunnan golan lék við kinn. Frussandi leysingarvatn í alla jafna litlum læk (Kálfsá) hverfur undir snjóbrýr. Upplifi sjaldan jafn afgerandi hnjúkaþey enda var hitinn 16 – 17 stig þarna fram í sveit á föstudaginn langa.
Sé að svipað er ástatt víðar við Eyjafjörð og í S-Þing.”
Sjá frekar um hugleiðingar Sveinbjörns og veðurspár á Blika.is