Í gær, 2. apríl, höfðu rúmlega 1.000 manns skráð sig á lista bakvarðasveitar heilbrigðisþjónustunnar.

Á skrá eru einstaklingar úr 13 löggiltum heilbrigðisstéttum sem hafa boðið fram aðstoð sína. Stéttarfélögin hafa átt frumkvæði og lagt þessu máli lið, m.a. með því að kynna bakvarðasveitina meðal félagsmanna sinna. Nemar í læknisfræði og hjúkrunarfræði geta einnig skráð sig á lista bakvarðasveitarinnar og hafa þó nokkrir liðsmenn bæst í bakvarðasveitina úr þeirra röðum.

Þegar þetta er skrifað er búið að ráða 116 bakverði til starfa á heilbrigðisstofnunum hins opinbera. Þar af 72 hjúkrunarfræðinga, 34 sjúkraliða, fjóra lyfjatækna, þrjá lækna, tvo hjúkrunarfræðinema og einn læknanema.

Sjá nánar á stjornarradid.is