Nú þegar hafa báðir golfklúbbarnir í Fjallabyggð gefið út mótaskrár sínar fyrir sumarið er ljóst að nóg verður um að vera fyrir iðkendur þessarar göfugu íþróttar.

Hjá Golfklúbbi Siglufjarðar verða mótin 20 talsins á hinum nýja Sigló Golf velli og hjá Golfklúbbi Fjallabyggðar verða þau 22 á Skeggjabrekkuvelli.

Fyrstu mótin eru áætluð í byrjun júní.