Advertisement

Dagur: 9. febrúar, 2019

Drjúg snjókoma en mælist illa

Á facebooksíðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings eru áhugaverðar og fróðlegar fréttir af veðri og öðrum málefnum sem því tengis. Í dag má finna eftirfarandi frásögn af veðrinu í dag. „Enn og aftur sést hve mikið snjóar á endanum oft í NNA og NA-átt sem við fyrstu sýn virðist tilþrifalítil. Hún mælist hins vegar ekkert sérlega vel sem úrkoma í mæla. Ófærð var víða austanlands og í morgun voru þannig flestar leiðir út frá Egilsstöðum ófærar. Mikið snjóaði t.d. á Siglufjarðarvegi og inn í Eyjafirði, skafrenningur og éljagangur fyrir vestan. Snjóflóð féllu á vegi í tveimur landhlutum og þannig mætti áfram...

Lesa meira

Skráning heimilistannlæknis forsenda greiðsluþátttöku

Til að tryggja greiðsluþátttöku vegna kostnaðar við almennar tannlækningar barna, fólks með geðraskanir, öryrkja og aldraðra þurfa viðkomandi að vera skráðir hjá heimilistannlækni. Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands beina þessum skilaboðum og fleirum til landsmanna í tengslum við árlega tannverndarviku sem nú er að ljúka. Í tilkynningu á vef Embættis landlæknis er fjallað  um skráningu hjá heimilistannlækni sem hægt er að ganga frá í réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands en tannlæknar geta einnig séð um skráninguna þegar mætt er til þeirra í bókaðan tíma. Kostnaður vegna almennra tannlækninga barna er greiddur af Sjúkratryggingum Íslands, að frátöldu 2500 kr. komugjaldi sem greitt er einu...

Lesa meira

Skammdegi Festival 2019

Dagana 14. til 17. febrúar verður skammdegishátið á vegum Listhússins í Ólafsfirð, fimmta árið í röð. Hátíðin fer fram á nokkrum stöðum í Ólafsfirði. Á hátíðinni verða sýningar og viðburðir með 16 listamönnum frá 8 mismunandi löndum. Þetta er afrakstur tveggja mánaða dvalar listamannanna í Listhúsinu Ólafsfirði yfir dimmasta hluta vetrarins, þess vegna nefnist hátíðin Skammdegi. Sjá vefsíðu hátíðarinnar. og facebook síðu viðburðar. Listamennirnir eru: Angela Dai – Kína Andrey Kozakov – Úkraína Annie Edney – Ástralía Clara de Cápua – Brasilía Dagrún Matthíasdóttir – Ísland Danielle Galietti – Bandaríkin Dannie Liebergot – Bandaríkin Guðrún Mobus Bernharðs – Ísland...

Lesa meira

Tónaflóð heimasíðugerð 30 ára

Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sæbjörnsson reka fjölskyldufyrirtækið TÓNAFLÓÐ, en Selma stofnaði fyrirtækið árið 1989, sem verður því 30 ára í ár. Þau Selma og Smári eru búsett á Siglufirði. Fyrirtækið var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu Hrönn og hefur einnig gefið út barnabækur eftir hana í bókaflokknum Grallarasögur. Árið 1996 bættist vefsíðugerð við starfsemina og hefur vefsíðugerðin verið starfrækt óslitið síðan. Tónaflóð er því eitt af elstu veffyrirtækjum landsins. Tónaflóð hannar vefi af öllum stærðum og gerðum svo sem fyrirtækjavefi, félagavefi, verslunarvefi, skólavefi, fréttavefi og innri vefi. Tónaflóð býður...

Lesa meira

Opinn upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna

Opin upplýsingafundur vegna móttöku flóttamanna verður haldinn mánudaginn 11. febrúar í Félagsheimilinu á Hvammstanga.  Fundurinn verður frá kl. 17:00. Þann 13. desember sl. samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra að taka á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum, á árinu 2019.   Í bókun sveitarstjórnar segir m.a. að  sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem því fylgir.  Samfélagið í Húnaþingi vestra er umburðarlynt, skilningsríkt og styðjandi.  Til staðar er fagþekking og stofnanir sveitarfélagsins eru öflugar.  Því er sveitarstjórn sannfærð um að vel verði staðið að móttöku, utanumhaldi og stuðningi við flóttafólk. Á fundinum mun verkefnastjóri frá síðasta verkefni deila reynslu...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

febrúar 2019
S M Þ M F F L
« jan    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728