Advertisement

Mánuður: janúar 2019

Ævintýraferð til Austurríkis

Um 40 iðkendur og aðstandendur þeirra eru nú við æfingar í Neukirchen í Asturríki. Aðstæður þar hafa verið mjög góðar, skíðasvæðið hefur verið opið alla dagana og fara krakkarnir á skíði að jafnaði tvisvar á dag. Æft er í tveimur hópum, 10 ára og yngri sem og 11 ára og eldri undir dyggri leiðsögn Siglfirðingsins Helga Steinars Andréssonar. Tilgangur æfingaferðarinnar er snemmskíðun í „þjálfunarbúðaumhverfi“. Hópurinn hefur gott aðgengi að tiltölulega ódýrum skíðabúnaði sem hægt er að sækja um morguninn og prófa yfir daginn. Ásamt auðvitað hópefli og skemmtun. Neukirchen, sem er smábær með um 2.600 íbúa er staðsettur í...

Lesa meira

Kraftur í Ólafsfirðingum

Mjög góður fundur á vegum Markaðsstofu Ólafsfjarðar var í gær, með „agentum“ frá Bandaríkjunum og Iceland Travel, sem fór fram á Kaffi Klöru. Einnig voru mættir fulltrúar nokkurra fyrirtæki í Ólafsfirði sem bjóða upp á afþreyingu, svo sem Troll Hiking, Amazing Mountains, Hótel Brimnes, Gallerí Ugla, Fairytales at Sea, Húllandúllan, Kaffi Klara og Gistihús Jóa, og North Experience. Eftir stutta kynningu á posthúsinu gamla sem Kafffi Klara er staðett í, sögu hússins og því sem þar fer fram, tók Bjarney Lea við og fór yfir afþreyingarpakka sem hún hefur verið að púsla saman. Þar fléttast saman náttúra og menning,...

Lesa meira

Vinnustofa um smárit í MTR

Nemendur í áföngunum Inngangur að listum og Listræn sköpun í MTR fengu skemmtilegt tækifæri til að kynnast gerð smárita hjá gestakennurum í dag. Þeir dvelja í Listhúsinu í Ólafsfirði og eru meðal annars að undirbúa vetrarhátíðina Skammdegi. Smárit er þýðing á „zines“ sem er alþjóðlegt heiti ritverka sem gefin eru út í litlu upplagi, venjulega af einstaklingi eða litlum hópi. Oft eru þetta ljósrit en dæmi eru um smárit í öðru formi til dæmis útsaumuð. Upplagið er ekki yfir eitt þúsund og stundum innan við eitt hundrað. Fyrst fluttu Sheryl Anaya og Dannie Liebergot stutta kynningu á fyrirbærinu en...

Lesa meira

Endurbætur í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar

Endurnýjun á ljósabúnaði. Ákveðið hefur verið að ráðast í endurnýjun á lýsingu í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar og var kostnaðaráætlun kr. 8.440.714,- Leitað var tilboða í verkið og voru þau opnuð mánudaginn 14. janúar sl. í Ráðhúsi Fjallabyggðar. Eftirfarandi tilboð bárust: Ingvi Óskarsson ehf Ólafsfirði kr. 7.383.261,- Raffó ehf Siglufirði kr. 7.892.770,- Tilboði Ingva Óskarssonar var tekið skv. bókun Bæjarráðs, þótt það komi ekki fram í fréttinni á fjallabyggd.is Skiptiveggir í íþróttahús Fjallabyggðar. Einnig var ákveðið að fara í uppsetningu skiptitjalda fyrir íþróttasali íþróttamiðstöðvanna í Fjallabyggð og var leitað tilboða vegna þessa. Eftirfarandi tilboð bárust: Á. Óskarsson og Co ehf Mosfellsbæ...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

janúar 2019
S M Þ M F F L
« des   feb »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031