Advertisement

Mánuður: febrúar 2019

Tíu dropar í beinni frá Kanarí

Þátturinn Tíu dropar verður í beinni frá Kanarí á morgun kl 13.00 – 15.00 Það eru „Tröllahjónin“ Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári sem stjórna þættinum. Fáum við góða gesti, hjónin Huldu I Magnúsdóttur frá Siglufirði og Sigurð Pál Sigurðsson. Þau hjónin hafa verið búsett á Kanarí í nokkur ár ásamt sonum sínum. Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla á sunnudögum kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á...

Lesa meira

Trölli í Landanum

Í janúar kom dagskrárgerðarfólk Landans frá RUV til að taka upp innslag um Trölla á Siglufirði. Það voru þau Þórgunnur Oddsdóttir spyrill og Gunnlaugur Starri Gylfason tökumaður sem komu og tóku upp viðtöl við dagskrárgerðarmenn Trölla, þá Andra Hrannar Einarsson landsstjóra Undralandsins, bræðurna Tryggva og Júlíus Þorvaldssyni og Tíu Dropa stjórana Gunnar Smára og Kristínu Sigurjónsdóttur. Einnig heimsóttu þau ljósmyndastúdíó KS Art, og vefinn Trölla.is sem „Tröllahjónin“ eiga og reka. Það er okkur hér á Trölla mikill heiður að fá heimsókn sem þessa og erum við þakklát fyrir innlitið. Þátt Landans með þessu innslagi má sjá hér: Útvarpið hefur...

Lesa meira

Starf rekstrar- og umsjónaraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar laust til umsókna

Fjallabyggð auglýsir eftir aðila/aðilum sem kunna að hafa áhuga á að taka að sér rekstur og umsjón með tjaldsvæðum Fjallabyggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði sumarið 2019. Um er að ræða þrjú tjaldsvæði, við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði, í miðbæ Siglufjaðar og sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra Bola á Siglufirði. Möguleiki er á að sækja um rekstur allra tjaldsvæðanna eða tjaldsvæði annars bæjarkjarnans. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri, hafa bílpróf og bíl til umráða. Sumarrekstur tjaldsvæða hefst að jafnaði 12. maí og lýkur 15. október, ef aðstæður leyfa. Samningur er gerður til eins árs með möguleika á framlengingu....

Lesa meira

Skemmtilegur viðburður í Ljóðasetrinu

Síðasta sunnudag kom skagfirska ljóðskáldið og tónlistarmaðurinn Gillon, Gísli Þór Ólafsson, fram á Ljóðasetrinu. Hann flutti nokkur af ljóðum sínum og einnig lög sem hann hefur samið við eigin ljóð sem og ljóð eftir Geirlaug Magnússon, en Gísli var nemandi hans á Sauðárkróki. Kom fram í máli Gísla að Geirlaugur hafi haft töluverð áhrif á hann og m.a. gert það að verkum að hann fór að yrkja af meiri alvöru en áður. Gísli er meðlimur í hljómsveitinni Contalgen Funeral, sem hefur komið fram víða um land, m.a. á tónlistarhátíðunum Bræðslunni, Icelandic Airwaves og Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Á annan tug...

Lesa meira

Kleinusala 10. bekkjar er í dag

Í dag, laugardaginn 16. febrúar, munu nemendur 10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar ganga í hús á Siglufirði og bjóða nýjar kleinur til sölu. Þetta er árlegur viðburður sem er jafnframt liður í fjáröflun 10. bekkinga fyrir útskriftarsjóðinn. Ólafsfirðingar geta pantað kleinur og fengið sendar. Kleinusalan hefst um kl. 10 árdegis. Mynd: af...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

febrúar 2019
S M Þ M F F L
« jan    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728