Advertisement

Dagur: 4. febrúar, 2019

Uppselt í Fjarðargönguna

Fjarðargangan 2019 fer fram í Ólafsfirði 9. febrúar næstkomandi kl. 11:00 og er uppselt í gönguna þar sem 150 manns hafa þegar skráð sig. Árið 2018 tóku 60 manns þátt í Fjarðargöngunni svo segja má að þáttaka fari fram úr björtustu vonum þar sem skráningu átti að ljúka 7. febrúar. Mikill metnaður hefur verið lagður í gönguna og að upplifun keppenda verði sem skemmtilegust. Brautarlögn er sérstaklega unnin fyrir trimmara og er aðal markmiðið að hafa gaman og í leiðinni að skora á sjálfan sig. Keppt verður í 30 km göngu fyrir 17 ára og eldri, 15 km göngu fyrir...

Lesa meira

Flott helgi hjá BF krökkunum

Um helgina fór fram bikarkeppni í blaki, í 2.-4.flokki á Akureyri. Átta BF krakkar spiluðu í 4.flokki kvenna og enduðu þau í 3. sæti eftir þrjá sigra og tvö töp. Virkilega flottur árangur hjá krökkunum og það var gaman að sjá þau spila. Þá spiluðu Gísli Marteinn og Patrik í sameiginlegu liði Aftureldingar, BF, KA og Vestra í 2.flokki og Patrik spilaði í sameiginlegu liði BF, Hugins og Vestra í 3.flokki. Þeir stóðu sig mjög vel og skemmtu sér vel með nýjum félögum. Loks varð Amelía Rún bikarmeistari í 2.flokki kvenna en hún spilaði í sameiginlegu liði HK og...

Lesa meira

Viðvera bæjar- og deildarstjóra Fjallabyggðar í Ólafsfirði

Frá og með 4. febrúar nk. verður viðvera bæjarstjóra og eftirtalinna deildarstjóra Fjallabyggðar í Ólafsfirði að Ólafsvegi 4 vikulega á eftirtöldum tímum: Mánudaga frá kl. 10:00-12:00 Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála, Guðrún Sif Guðbrandsdóttir Þriðjudaga frá kl. 10:00-12:00 Deildarstjóri félagsmáladeildar, Hjörtur Hjartarson Miðvikudaga frá kl. 10:00-12:00 Bæjarstjóri Fjallabyggðar, Gunnar I. Birgisson Fimmtudaga frá  kl. 10:00-12:00 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála, Ríkey Sigurbjörnsdóttir Föstudaga frá kl. 13:00-15:00 Deildarstjóri tæknideildar, Ármann Sigurðsson...

Lesa meira

Tvö fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar

Tvö fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar á Norðurlandi vestra aðfaranótt laugardags. Einn aðili var, laust fyrir miðnætti, handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana og -fíkniefna. Þá fundust á honum ætluð fíkniefni. Tveir aðilar voru síðar um nóttina handteknir grunaðir um sölu og dreifingu á fíkniefnum. Við húsleit fundust ætluð fíkniefni og gistu mennirnir fangageymslur lögreglu á meðan á rannsókn málsins stóð yfir. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust og koma á framfæri upplýsingum vegna fíkniefna   Mynd:...

Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Kjaftað um kynlíf – Fyrirlestur fyrir foreldra um hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga.  Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir, Sigga Dögg, verður með fyrirlestur í Dalvíkurskóla þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17:00 í boði félags- og fræðslusviðs Dalvíkurbyggðar og í  Grunnskóla Fjallabyggðar í Tjarnarborg miðvikudaginn 6. febrúar nk., kl. 18:00 á vegum foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrirlesturinn nefnist „Kjaftan um kynlíf“ og er fyrirlestur fyrir fullorðna um hvernig megi ræða um kynlíf við unglinga. Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. Rannsóknir styðja að virkja þurfi foreldra í samræðum við börn og unglinga um kynferðisleg málefni. Umfjöllunarefnin verða kynfæri,...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

febrúar 2019
S M Þ M F F L
« jan    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
2425262728