Alls bárust 54 umsóknir um 10 störf sem Fjallabyggð fékk úthlutað frá Vinnumálastofnun, flestir umsækjendur uppfylltu ekki skilyrði um ráðningu.
Ráðið var í 8 störf:
- 3 störf í menningarstarf, „starfsmenn til styrktar“ og fer einn þeirra til láns í Skúlptúrgarðinn við Alþýðuhúsið og tveir til Síldarminjasafnsins.
- 1 starf í markaðsvinnu í sveitarfélaginu og hugsanlega líka í Listasafn Fjallabyggðar.
- 1 starf við félagslega þátttöku eldri borgara.
- 3 störf við fegrun umhverfis og ásýndar sveitarfélagsins.
Kostnaður sveitarfélagsins við 8 störf í tvo mánuð er áætlaður kr. 3.312.000 og óskast settur í viðauka nr. 16/2020 við fjárhagsáætlun 2020 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.