Gefnar hafa verið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi síðdegis í dag, mánudag og gilda fram á aðfaranótt þriðjudags.
Djúp lægð myndast suðvestur af landinu og ganga skil hennar yfir landið á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudags.
Lægðin sjálf kemur mjög nálægt vestanverðu landinu í kjölfarið og snemma á þriðjudagsmorgun gengur í suðvestan storm eða rok suðvestantil, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu.
Á suðvestanverðu landinu taka nýjar viðvaranir gildi snemma á þriðjudagsmorgun. Óveðri sem er í aðsigi er í tveimur þáttum á suðvesturhluta landsins. Síðdegis er vaxandi suðaustanátt sem nær hámarki, 20-30 m/s í kvöld með snjókomu, slyddu og rigningu. Skömmu eftir miðnætti ferð sjálf lægðarmiðjan yfir Reykjanes og áfram til norðurs, og á meðan er skammvinnt hægviðri, en mjög snemma á þriðjudagsmorgun er útlit fyrir ört vaxandi suðvestanátt, 20-28 m/s með slyddu eða rigningu en síðan éljum.
Samfara vestanáttinni er spáð hárri ölduhæð og hækkaðri sjávarstöðu.