Amanda Líf, sem á ættir að rekja til Siglufjarðar var að gefa út sína fyrstu ljóðabók sem nefnist Arzenik.

Amanda Líf sem er fædd árið 1999 er barna-barnabarn Unu Siggu og Palla á Höfninni.

Flestir Siglfirðingar þekkja þeirra listir, kveðskap og ljóð Unu Siggu og matseld og veislur Palla.

Amanda er barnabarn Önnu og dóttir Díönu Óskar og skrifar ljóð sem snerta andann. Ljóðin fjalla um andlega heilsu, meðvirkni og ást.

Um leið og ég hef það á tilfinningunni að þú viljir fara frá mér 
eða að einhver annar heimsendir sé í nánd 
krafsar hún bæði í rifbeinin og þindina 
og gerir sér huggulega holu í lungunum.

Eins og fram kemur á baksíðu bókarinnar er hún að útskrifast sem samtímadansari frá LHÍ og starfar sem danskennari.

Faðir Amöndu, Sr. Fritz Már Jörgensson hefur nýlega gefið út sína 6. spennusögu sem heitir Drottningin.

Aðsent.