Baggalútur sendir hér frá sér nýjan hugheilan jólasmell.

Smellurinn, líkt og öll betri íslensk jólalög, á ættir og innblástur að rekja til Ítalíu.

Lagið verður leikið á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá kl. 13 – 15.

Textinn lýsir óttablandinni tilhlökkun og örvæntingarfullum hátíðaundirbúningi pars, í aðdraganda jóla.

Sérlegur gestur Baggalúts í þessu lagi er Bryndís Jakobsdóttir.

Höfundar lags: Cristiano Minellono, Dario Farina og Gino De Stefani
Höfundur texta: Bragi Valdimar Skúlason

Lagið á Spotify