Skíðafélag Ólafsfjarðar hélt Bikarmót SKÍ 13 ára og eldri á gönguskíðasvæðinu í Tindaöxl í gær.

Keppendur eru víðsvegar af landinu en alls eru 38 keppendur mættir til leiks.

Í gær sigarði Einar Árni Gíslason í 10km göngu karla og María Kristín Ólafsdóttir í 10km göngu kvenna.

Unglingarnir okkar halda áfram að gera það gott, Svava Rós varð í 1.sæti, Guðrún Ósk í 2.sæti og Sigurlaug í 4.sæti í flokki stúlkna 15-16 ára sem gengu 5km. Árni Helgason var í 2.sæti í flokki 15-16 ára drengja sem gengu einnig 5 km.
Björg Glóa Heimisdóttir varð í 3.sæti í flokki stúlkna sem gengu 3,5km. Karen Helga Rúnarsdóttir varð í 4.sæti í kvennaflokki en 3.sæti í flokki 17-18 ára, segir á vefsíðu SÓ.

Í dag, laugardag, hófst keppni kl 11:00 í Bárubraut.

Öll úrslit mótsins má sjá á timataka.net

Myndir frá mótinu frá Guðný okkar má finna á facebook síðu SÓ

Mynd/af vefsíðu SÓ