Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hóls- og Skarðsdal á 269. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar. Tillagan sem var auglýst frá 16. apríl – 28. maí felur í sér að staðsetja námu í Skarðsdal vegna vinnu við nýjan veg og bílastæði.

Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun og Minjastofnun.

Minjastofnun bendir á að minjavörður þarf að kanna svæðið á vettvangi áður en framkvæmdir hefjast. Ekki reyndist mögulegt að taka svæðið út vegna snjóa á kynningartímanum. Því gerir stofnunin þá kröfu að sett verði inn þau skilyrði í greinargerð deiliskipulagsbreytingarinnar að vettvangskönnun þurfi að fara fram áður en framkvæmdir hefjast, búið er að setja það inn á uppdráttinn.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði afgreidd í samræmi við 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umsögn_vegagerðin.pdf

Umsögn_umhverfisstofnun.pdf

Minjastofun_umsögn.pdf

skardsvegur_dskbr_280521.pdf