4. mars kom út lagið Ástrós með Bubba Morthens en hefur hann fengið með sér að þessu sinni söngkonuna Bríeti sem hjálpar svo sannarlega til við að segja söguna. Ásamt því ljáir GDRN laginu bakraddir með sínum einstaka hljóm. Auk félaga úr Aurora Kammerkór undir kórstjórn Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur.

Lagið verður leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá alla sunnudaga kl. 13 -15.

Lagið Ástrós fjallar um vandmeðfarið mál í íslensku samfélagi, heimilisofbeldi. Hér er Bubbi enn og aftur mættur til að opna augu fólks fyrir viðkvæmri umræðu og heldur áfram að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu.

Ástrós er þriðja lagið sem kemur út af væntanlegri plötu en Bubbi stefnir að útgáfu hennar 6. júní. 

Á plötunni eru sömu hljóðfæraleikarar og á síðustu plötu Bubba, Regnbogans stræti. Það voru þeir Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, Hjörtur Ingvi Jóhannsson hljómborðsleikari, Örn Eldjárn gítarleikari, Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommari.

Ástrós á Spotify