Carita taco

  • 1 kg beinlaus svínabógur (eða annað svínakjöt, t.d. kótilettur)
  • 2 msk kryddblanda (uppskrift fyrir neðan)
  • 1 lime
  • 1 appelsína
  • 1 msk sojasósa
  • 1 tsk cumin
  • 5 hvítlauksrif
  • 1/2 – 1 líter Coca cola

Kryddblanda

  • 3 msk paprikukrydd
  • 1 tsk cayennepipar
  • 1 tsk hvítur pipar
  • 1 msk hvítlaukskrydd
  • 1 msk chilikrydd
  • 1 msk þurrkað oregano
  • 1 msk salt

Blandið öllu saman

Skerið kjötið í litla bita og nuddið kryddblöndunni (ath. að nota bara 2 msk af henni) og cumin. Pressið lime- og appelsínusafa yfir og hellið sojasósu yfir. Bætið fínhökkuðum hvítlauk saman við og blandið öllu vel saman. Látið standa að minnsta kosti 1 klst. en gjarnan lengur (það er t.d. upplagt að gera þetta kvöldið áður til að flýta fyrir).

Steikið kjötið við háan hita og hellið afgangs marineringu yfir. Hellið Coca Cola yfir þannig að það næstum fýtur yfir kjötið og látið sjóða undir loki í amk 2 klst. Fylgist með og bætið Coca Cola á eftir þörfum. Undir lokin á suðutímanum á vökvinn að vera farinn. Tætið kjötið í sundur áður en þið berið það fram.

Mangósalsa

  • 2 mangó, skorin í teninga (má nota frosið mangó)
  • 1/2 pakkning kóriander
  • safi úr 1-2 lime
  • biti af fínhökkuðu chili (fjarlægið fræin ef þið viljið ekki hafa salsað sterkt)
  • 1/2 tsk salt

Blandið öllum hráefnunum saman og geymið í ísskáp þar til borið fram.

Berið fram í tortillakökum með guacamole og sýrðum rjóma, eða því sem hugurinn girnist.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit