Á Degi Heyrnar (World Hearing Day) 2022 leggur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO áherslu á mikilvægi öruggrar hlustunar til þess að tryggja fólki góða heyrn á öllum æviskeiðum.
Dagur heyrnar
Ungmenni um allan heim eru í sérstakri hættu á heyrnarskaða af völdum hávaða. Bæði hávaða frá umhverfi sínu en einnig hávaða sem þau geta stjórnað sjálf. Langvarandi hlustun á tónlist með eigin tónlistarspilurum (s.s. í gegnum heyrnartól) getur verið skaðleg ef tónlistin er spiluð á miklum styrk og í langan tíma.
Á síðasta ári, 2021, gaf WHO út skýrslu um heyrnarmálefni, WORLD REPORT ON HEARING, sem sýnir stöðuga fjölgun þeirra íbúa veraldar sem eru með skerta heyrn eða í aukinni hættu á að missa heyrn. Einn höfuðþáttur heyrnarverndar eru hávaðavarnir og lagðar eru fram ábendingar um það hvernig má koma í veg fyrir að fólk verði fyrir heyrnartapi af völdum hávaða.
Skilaboð Dags Heyrnar 2022 eru ,,HLUSTUM VARLEGA, HEYRUM ALLA ÆVINA!”
(To hear for life, listen with care! ) Með því er lögð áherslu á að fyrirbyggja heyrnartap af völdum hávaða með öruggri hlustun. Eftirfarandi lykilatriði ber að hafa í huga:
- Það er mögulegt að viðhalda góðri heyrn alla ævina með góðri eyrna- og heyrnarvernd.
- Koma má í veg fyrir sumar orsakir heyrnartaps, s.s. heyrnartap af völdum hávaða.
- ,,Örugg hlustun” getur dregið úr hættu á heyrnarskaða vegna hávaða við leik og störf.
- Á Degi heyrnar 2022 skorum við á heilbrigðisyfirvöld, tónlistar- og leikjaiðnað og samfélagið allt að vakna til vitundar um og innleiða sannreynda staðla sem stuðla að öruggri hlustun og heyrnarvernd.
Í tilefni Dags Heyrnar 2022 gefur WHO út:
- Nýjan alheims-staðal fyrir örugga hlustun á viðburðum (Global standard for safe listening entertainment venues), sjá meðfylgjandi bækling (íslensk gerð)
- Upplýsingarefni, sjá meðf. bækling: Hollráð um örugga hlustun