Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða þjónustu- og upplýsingafulltrúa á Fjármála- og stjórnsýslusvið í 100% starf. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að þróast áfram í starfi og aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfssvið:
- Ritstjórn heimasíðu og umsjón með vefmiðlum.
- Tekur þátt í uppbyggingu á rafrænni stjórnsýslu og upplýsingatækni.
- Markaðssetning á Dalvíkurbyggð og gerð kynningarefnis.
- Almenn upplýsingagjöf í þjónustuveri.
- Starfsmaður atvinnumála- og kynningarráðs.
- Móttaka og skráning reikninga.
- Þátttaka í stefnumótun.
- Ýmis tímabundin verkefni .
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf er æskilegt.
- Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
- Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni skilyrði.
- Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Skipulagshæfileikar, nákvæm vinnubrögð og árverkni.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
- Metnaður til árangurs og jákvæðni.
Umsóknarfrestur er til og með 25. október 2018.
Umsóknum skal skila til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á netfangið gp@dalvikurbyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, (gp@dalvikurbyggd.is) eða í síma 460-4903.
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð.
Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi.
Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar með besta móti.