Greinarhöfundur hefur á ferðalögum sínum víðs vegar um vesturströnd Svíþjóðar dottið niður á ýmsar sögur sem tengjast síldveiðum Svía við Íslandsstrendur á síðustu öld. Það er með eindæmum gaman að hitta núlifandi Íslands síldveiðimenn og þeirra ættingja sem tala mikið um þessar ævintýralegu reknetaveiðitúra sem að mestu leiti áttu sér stað á Grímseyjarsundi og var þá Siglufjörður þeirra sjálfsagða sumarheimahöfn.

Þessi merkilega saga kom til mín úr lítilli bók sem heitir „Langt í burtu…“  með minningum vélstjórans Ronny Svärd um hin og þessi eigin sjóferðaævintýri og annarra manna frásögnum og veitti hann mér góðfúslegt leyfi til að endursegja þessa sögu á íslensku.

M/S Messína

Sagan gerist um borð í þriggja mastra stálskútinni Messína frá Stockevik sumarið 1957. Messína var byggð í Hollandi 1896. Eftir að hún hafði skemmst mikið eftir árekstur við tundurdufl 1944, var hún endurbyggð og fékk þá samtímis 240 hk Alpha dísilvél.

Messína var mestmegnið af sínu lífsferli í fraktflutningum víðs vegar við Svíþjóðar- og nágrannalandastrendur. Hún var með burðarþol upp á 340 tonn og þótti einnig mjög heppileg til reknetaveiða í 2-3 mánaða síldveiðitúrum, með söltun um borð við Íslandstrendur.

Undirbúningur og áhöfn

Sagan heft í undirbúningsvinnu í litla sjávarþorpinu Stockevik, vikuna fyrir Jónsmessuhelgina, það er þegar búið að byggja síldarbrinkahólf á þilfarinu og mikil vinna fer í að splæsa saman 20 m löngum reknetum í 1 km langa reknetatrossu.

Áhöfnin er á þessari stundu bara 4 menn. Skipstjórinn og annar eigandi fraktskútunnar er Wilhelm og svo 16 ára sonur hans og vélstjóri og kokkur. Strax eftir Jónsmessu er siglt til Skärhamn og þar er sóttur kostur og fl. fyrir langan Íslandstúr. Þar á eftir er siglt til Lysekil og þar koma um borð 1.500 tómar tunnur, salt og sérstök kryddblanda frá síldarverksmiðju, sem er nú þegar búinn að tryggja sér kaup á öllum söltuðum tunnum um borð með feitri góðri Íslandssíld.

Hér koma einnig um borð 4 ungir menn, 20-30 ára frá nágrannasjávarþorpum og 1 eldri maður frá Dalsland … strákarnir giska á að hann sé nú minnst 55 ára… ef ekki eldri.

Það var yfirleitt ekki mjög erfitt að fá aukamannskap um borð í þessa löngu Íslandstúra á Messína, því hún hafði á sér gott orð um góða skipsstjórn og veiði og gátu menn þénað nær heilsárs landvinnulaunum í þessum þrælavinnu túrum.

Það síðasta sem er gert í undirbúningi er að stilla kompásinn með aðstoð frá reyndum gömlu skipstjóra og er það gert með því að taka mið að þekktum punktum út í skerjagarðinum utan við Lysekil.

Brottför, dauði og uppreisn

Rétt um hádegi er lagt af stað og stefnan tekin á Íslandsmið og morguninn eftir er kokkurinn að undirbúa morgunmat, þegar að hinir nýju 4 ungu, annars hressu áhafnarmeðlimirnir koma og taka tal við skipstjórann og segja farir sínar ekki sléttar.

Þeir geta ekki vakið gamla karlinn frá Dalsland.

Skipstjórinn fer niður í káetu og sér að maðurinn er látinn, greinilega dáið í svefni. Hann hefur síðan samband gegnum talstöðina við Lysekil og segist hafa mikið veikan mann um borð og að hann þurfi sjúkrabíl um kvöldið þegar hann kemur til baka til Lysekil.

Eftir að líkið er komið frá borði, eru ungu hjátrúarfullu hásetarnir í miklu áfalli og tilkynna skipstjóranum að þeir vilji allir munstra sig af þessum óhappadalli og það ekki seinna en núna. Wilhelm skipstjóri reynir að tala þessa uppreisnarmenn til en ekkert dugir og hann veit mæta vel að það yrði nú ekki auðvelt að finna 5 nýja háseta eftir að aðrar síldveiðiskútur væru búnar að ryksuga vesturströnd Svíþjóðar af ungum góðum Íslandssíldveiðimönnum.

Skipstjóranum tókst þó að fá þá að samþykkja að fá sér allavegana góðan kvöldverð eftir þennan langa og erfiða dag og sofa á þessu yfir nóttina og að haldin skyldi skipsfundur um málið yfir morgunverðarborðinu.

Um klukkan 4 um nóttina skipar Wilhelm vélstjóranum að sleppa landfestum og hann lætur síðan skútuna reka hljóðlaust út úr höfninni og komnir vel frá landi er vélinn sett í gang. Við þetta vakna uppreisnarmennirnir ungu og koma askvaðandi og öskuillir upp í stýrishús og krefja skipstjórann skýringa á því hvert þeir væru að fara.

Við erum á leiðinni til Íslands, svarar hann sallarólegur og það var ekkert kosið um þetta málefni, enda allir áminntir um að þeir væru búnir að skrifa undir ráðningarsamning.

Góður Íslandssíldveiðitúr

Uppreisnarmennir ungu höfðu síðan ekki mikinn kraft í að mótmæla meira eftir að veiðin hófst á Grímseyjarsundi. Þeir voru heppnir með veður og örsjaldan farið í land vegna veðurs. Í byrjun september er síðan siglt heim á leið og 1.400 tunnum landað í Lysekil.

Dagblaðið Bohuslänningen mætti á bryggjuna og tók myndir og viðtöl um þennan merkilega góða síldveiðitúr sem byrjaði ekki vel.

Áður en áhöfnin steig í land og uppgjör fyrir túrinn var klárt, fékk Wilhelm skipstjóri það í gegn hjá hinum, að ½ hlutur skildi sendur til ekkjunnar í Dalsland. Hann áminnti síða uppreisnarmennina sem stóðu stoltir með feita launaumslagið sitt í höndunum, um að þeir ættu kannski ekki að vera svona bráðlátir og hjátrúarfullir. Þeir horfðu skömmustulega í gólfið og sögðust ekki vilja ræða þetta neitt meira.

Eftir þennan góða túr, minnkaði síldveiðin við Íslandstrendur og um 1960 hætta Svíar alfarið reknetaveiðum við Íslandstrendur.

Höfundur endursagnar:
Jón Ólafur Björgvinsson

Greinin og ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ronny Svärd og er sagan endursögð frá kaflanum “Dramatik med m/s Messina på Islandsfiske“, bls. 53-58 í bókinni “Långt bort… “ Útgefnadi: Båtgruppen 2022.

Aðrar sögulegar greinar um síldveiði sem og ljósmyndasyrpur eftir sama greinarhöfund finnur þú á bæði siglo.is. og trolli.is.
Sjá einnig lista hér undir:

Á SPJALLI VIÐ GAMLA ALVÖRU “ISLANDSFISKARE”

HJÄLP! SÍLDIN RÆÐST Á OKKUR.

SÍLDARSAGA FRÁ 1943: SILFUR HAFSINS Í KLONEDYKE NORÐURSINS

MINNINGAR UM SÍLDVEIÐAR VIÐ ÍSLAND 1946-48.

SAGAN UM SVANINN! SÍLDVEIÐAR, LANDLEGA OG SLAGSMÁL O.FL. Á SIGLÓ 1935

SÍLDARSAGA: UMSKIPUNARTÚR VIÐ ÍSLAND 1946

MYNDASYRPA: SIGLUFJÖRÐUR UM 1960

DRAUMAR Í SÍLDARDÓSUM

SKANDINAVÍSK LANDLEGA Í MÁLI OG MYNDUM

Á LEIÐ TIL ÍSLANDS

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI! 1 HLU

SÍLDIN GERIR LÍFIÐ EITTHVAÐ SVO SPENNANDI 2 HLUTI

FERÐASAGA: SIGLFIRSK SÍLDARSAGA Í SMÖGEN OG KUNGSHAMN. 25 MYNDIR

DE SEGLADE FRÅN TJÖRN…….TIL SIGLÓ. (50 MYNDIR)

PÅ VÄG MOT ISLAND…. Á HEIMASLÓÐUM SÆNSKRA SÍLDVEIÐIMANNA! 

SIGLFIRÐINGAR, SÍLD OG SAKAMÁLASÖGUR Í FJÄLLBACKA

STÓRKOSTLEG KVIKMYND FRÁ 1954 FUNDIN

SILLSTULKOR I SIGLUFJORD / SÆNSK MYNDASYRPA FRÁ 1945

SIGLUFJORDUR ER NAFLI ALHEIMSINS OG SILLENS CLONDYKE (MYNDIR OG MYNDBAND)