Hópur ungmenna er í sumarvinnu í Fjallabyggð og vinnur hörðum höndum við að prýða og fegra Ólafsfjörð og Siglufjörð. Fréttamaður hitt hóp unglinga sem voru að slá og raka í rigningunni á Siglufirði, það lá bara vel á þeim þótt allt væri rennblautt eftir rigninguna undanfarna daga. Sögðu þau að það væri gaman í vinnunni, en þó hundleiðinlegt að hafa þessa rigningu.
Þau vinna ýmis störf eins og tæta mosa, fjarlægja kerfil, reyta arfa, raka, hreinsa hellur og allt mögulegt. Vinnan er kl. 08:30 – 16:00 en stundum er þó yfirvinna til 16:30.
Yfirmaður flokkstjóra er Guðmann Sveinsson og eru krakkarnir mjög ánægð með hann sem yfirmann og hann heppinn að vinna með svona duglegum krökkum.