Ingvar Valgeirsson & Swizz eru komnir í gríðarlegan sumarfíling og senda nú frá sér lagið “Ég kann ekki að dansa”, suddahressan diskósmell.
Lagið fjallar um einmana karlmann á skemmtistað – þar stendur hann eirðarlaus við dansgólfið og starir á símann sinn, bitur og fúll út í dömurnar á staðnum. Þótt hann skorti ekki sjálfsálitið, þá kann hann ekki að dansa og þorir því ekki á gólfið.
Lagið var tekið upp á dögunum í Stúdíó Bambus og var það Stefán Örn Gunnlaugsson sem stýrði upptökum og sá um hljóðblöndun að venju.
Lag og texti eru eftir Ingvar Valgeirsson og syngur hann og spilar á gítara. Kristinn Gallagher leikur á bassa og Helgi Víkingsson trommar. Eva Björnsdóttir sér svo um raddir.
Lagið er í spilun á FM Trölla.
Mynd/pixabay