Lögreglan á Norðurlandi eystra vil koma því á framfæri að enn einu sinni herja tölvusvindlarar á íslendinga. Nú þykjast þeir vera amerískir hermenn sem komist hafa yfir mikið fé og bjóða fólki að njóta góðs af, auðvitað gegn greiðslu.

Vilja þeir því biðja fólk um að blokka þessar samtalsbeiðnir, sem oftast koma í gegnum messenger, strax og taka ekki þátt í vitleysunni.

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir