Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Eftir nóttina eru skráð í dagbók lögreglunnar á norðurlandi eystra 39 mál. Af þeim 39 málum eru 14 mál er varða svokölluð foktjón. Tilkynningar eru enn að berast um foktjón.

2 gista fangageymslur. Annar vegna gruns um heimilisofbeldi og hinn vegna hættulegrar líkamsárásar. Gert er ráð fyrir að mönnunum tveimur verði sleppt úr haldi eftir skýrslutökur.

Þá af veðri og ástandi því tengdu. Í gildi er núna appelsínugul veðurviðvörun vegna úrkomu og óvissustig vegna hennar. Á Akureyri virðist enn vera töluverður vindur eftir nóttina og þá virðist vera að bæta vel í úrkomu. Lögregla vil beina þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni að óþörfu og huga að lausamunum.