Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 16. september var lagt fram erindi KF dags. 10. september 2021.

Í erindinu er annars vegar þess krafist að bæjarráð fresti fyrirhuguðum framkvæmdum á Ólafsfjarðarvelli fram yfir kosningar jafnframt lýsa forsvarsmenn KF því yfir að þeir séu tilbúnir að mæta til fundar við bæjarráð.

Að síðustu óska forsvarsmenn KF að fá að leggja fram upplýsingar sem þeir telja að sýni fram á lægri rekstrarkostnað en fram kemur í minnisblaði EFLU verkfræðistofu.

Bæjarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum KF til fundar við ráðið á næsta reglulega fundi, einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að óska eftir þeim gögnum sem KF vill leggja fyrir bæjarráð svo gera megi þau aðgengileg kjörnum fulltrúum í samræmi við samþykktir sveitarfélagsins um framlagningu gagna á fundum.