Umsókn um leyfi til lendingar þyrlu í landi skógræktar var tekin fyrir á 245. fundi Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.

Undir þessum lið mættu á fund nefndarinnar Kristrún Halldórsdóttir f.h. Skógræktarfélags Siglufjarðar, Stefán Jón Stefánsson f.h. hestamannafélagsins Glæsis og Björgvin Björgvinsson f.h. Viking Heliskiing.

Nefndin hlustaði á sjónarmið og athugasemdir hagsmunaaðila. Tæknideild falið að svara athugasemdum hagsmunaaðila sem fram komu á fundinum.

Nefndin samþykkir umsókn Viking Heliskiing um lendingarstað við golfskálann í Hólsdal.

Sjá eldri frétt um málið: Hér