Fánamálið svokallaða í Fjallabyggð, sem vakti mikla athygli og blendnar tilfinningar á meðal íbúa er í höfn.
„Við fjarlægjum ekki Hólshyrnuna þótt ekkert sambærilegt fjall sé hinum megin“
Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 25.10.2022 var samþykkt tillaga um að reglulegri flöggun við stofnanir Fjallabyggðar við andlát og útfarir íbúa verði hætt frá og með 1. janúar 2023. Frá og með þeim tíma verður íslenska fánanum flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum.
Tillagan er til komin til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins, en misræmi hefur verið í þeim á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafur verið hefð fyrir því að flagga við andlát.
Viðbrögð bæjarstjóra Fjallabyggðar
Trölli.is hafði samband við Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra Fjallabyggðar þegar fánamálið kom upp og bauð henni að tjá sig vegna þess.
Sigríður svaraði um hæl:
“Mér finnst að alltaf eigi að taka tillit til vilja íbúa og hlusta á þeirra álit. Því finnst mér alveg sjálfsagt að þessi ákvörðun sé endurskoðuð. Það er mismunandi milli bæjarfélaga á landinu, hvaða háttur er hafður á, varðandi flöggun við andlát og jarðarfarir.
Þetta er gott tilefni til að fara yfir með hvaða hætti við viljum framkvæma hlutina og setja ákveðið ferli þar um.
Bara svo því sé haldið til haga þá samþykkti bæjarráð málið fyrir sitt leyti en vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.”
Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði.
Á 223. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar voru samþykktar tillögur bæjarstjóra um lausn á fánamálinu með 7 atkvæðum. Sjá hér að neðan.