Í gær uppfærði þjóðkirkjan forsíðu mynd sína á facebook og jafnfaramt var hún sett inn á vefsíðu hennar.

Vakið hefur athygli að myndin sem ætlað er að auglýsa sunnudagaskólann í kirkjunni, er að þar er Jesús farðaður og með brjóst.

Pét­ur G. Mark­an sam­skipta­stjóri hjá þjóðkirkj­unni seg­ir í sam­tali við mbl.is að mynd­in end­ur­spegli fyrst og fremst sam­fé­lagið sem við búum í.

Segir hann þar jafnframt þar „Hug­mynd­in að mynd­efn­inu er að fanga sam­fé­lagið sem við öll vilj­um til­heyra; rétt­látt, for­dóma­laust og kær­leiks­ríkt um­hverf­ismiðað sam­fé­lag sem ein­blín­ir á kær­leiks­boðskap Jesú Krists í stað þess að hengja sig í hvers kyns hann hafi verið. Það skipt­ir ekki máli. Kannski var hann eft­ir allt sam­an „non­bin­ary“ trans Jesús eða kona. Það bara skipt­ir engu máli. Það sem skipt­ir máli er kær­leik­ur­inn og hvernig hann sí­fellt lagði lög­málið til hliðar og ein­blíndi á kær­leik­ann, mann­v­irðingu og ein­ingu allra í and­an­um.“

Mynd: kirkjan.is