Slysavarnadeildin Vörn á Siglufirði stóð fyrir minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa í samstarfi við viðbragðsaðila í Fjallabyggð í gær, sunnudaginn 19. nóvember.

Minningarathöfnin fór fram við kirkjutröppurnar fyrir neðan Siglufjarðarkirkju og var fjöldi manns viðstaddur athöfnina.

Séra Stefanía Steinsdóttir talaði og var þeirra sem látist hafa í umferðinni minnst með einnar mínútu þögn.

Boðið var upp á heitt kakó og piparkökur í boði Kjörbúðarinnar að athöfn lokinni.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Myndir: Guðný Kristinsdóttir