Eins og fram hefur komið hefur hátíðarhöldum vegna 17. júní verið aflýst í Fjallabyggð vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Því fögum við deginum á óvenjulegan og öðruvísi máta, ekki með hefðbundinni sameiginlegri bæjarhátíð.

Íbúar, vinir og aðrir gestir Fjallabyggðar eru hvattir til þess að fagna 17. júní heima í ár og um leið njóta samveru fjölskyldu og vina og alls þess sem fallega samfélagið okkar hefur upp á að bjóða bæði í afþreyingu, útiveru og listum.

Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem fram fer meðal annars ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.

Hlaup fyrir krakka á 17. júní

Umf Glói verður með hlaup fyrir krakka fædda 2006 – 2013  og munu tveir árgangar hlaupa saman. Hlaupið fer fram kl. 11.00 á malarvellinum á Siglufirði og hvetjum við alla krakka á þessum aldri til að vera með. Hlaupið var endurvakið í fyrra eftir nokkurra ára hlé og stefnir félagið að því að gera það aftur að föstum lið á þjóðhátíðardaginn.

Gleðilega þjóðhátíð.

Heimild og mynd: fjallabyggd.is