Laugardaginn næsta, þann 22. ágúst, verður Demantshringurinn formlega opnaður. Klippt verður á borða með táknrænum hætti við áningarstað sem er við veginn mitt á milli Vesturdals og Dettifoss, en staðsetningu má sjá hér í hlekk að neðan.

Forsætisráðherra, samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa allir boðað komu sínu og taka þátt í opnuninni.

Nánari dagskrá má sjá hér að neðan, en vakin er athygli á því að nauðsynlegt er að skrá sig svo hægt sé að halda utan um fjölda þeirra sem sækja viðburðinn, enda auðvitað aðeins leyfilegt að 100 manns komi saman.

Skráning fer fram hér: https://www.northiceland.is/is/markadsstofan/frettir-af-innra-starfi/opnun-demantshringsins

Hér eru upplýsingar um staðsetningu: https://goo.gl/maps/n541zWxHZS1bvtwf9 

Dagskrá:

13:00 Opnun – Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN.

13:05 Ávarp – Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

13:15 Klipping á borða, Katrín, Sigurður Ingi, Þórdís Kolbrún

13:20 Sigurður Ingi Jóhannsson – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

13:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

13:40 Kristján Þór Magnússon – Sveitarstjóri Norðurþings


Formlegri dagskrá lýkur kl.14:00 og verður allt haldið utandyra. Boðið verður uppá léttar veitingar.  

Aðsent.