Fyrir ekki svo löngu síðan birtist ykkur lesendum trölla.is, myndasyrpusaga um fallegar göngubryggjur í Lysekil og minntist pistlahöfundur þá á að fyrirmyndin væri eflaust sótt í fræga og dásamlega fallega göngubryggju sem hangir utan í klettum í Uddevalla.
SPÁSSERAÐ Á GÖNGU-BRYGGJUM. 30 MYNDIR
Þessi göngubryggja er stórt og mikið mannvirki og er hluti af um 9 km strandgönguleið gegnum Uddevalla bæjarfélagið og bindur miðbæinn við sögufræga náttúruperlu sem heitir Gustafsberg, sem er talin elsta heilsuhælismiðstöð Svíþjóðar.
Eins og sjá má á myndunum hér undir var það bæði erfitt og dýrt að byggja þessa gönguleið sem af mörgum er talin sú allrar fallegasta í Svíþjóð. Fyrir miðju er hengibrú yfir vík með grjótskriðum og þaðan er fallegt útsýni út Uddevallafjörðinn og í fjarlægð sér maður fallega risastóra hengibrú yfir sjálfan fjörðinn.
ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka. En auðvitað er skemmtilegast að lesa myndaskýringartexta og aðrar sögur og útskýringar sem fylgja með.
Þrátt fyrir að það væri venjulegur mánudagur og skýjað og rigning í loftinu varð pistlahöfundur með myndavél á maganum að passa sig að verða ekki fyrir heilsugangandi- og skokkandi fólki sem notfærir sér bílalausa fallega gönguleið til afþreyingar.
“HANN LEIÐIR MIG AÐ VATNINU OG ÞAR FINN ÉG FRIÐ.“
Að lokum koma hér undir tvær myndir af upplýsingaskiltum svo að þið getið áttað ykkur betur á staðsetningum og fl. áhugaverðu um Uddevalla og ekki síst um Gustafsberg, en ýtarlegir heimsókn þangað gæti orði næsti ferðasögu kafli.
Höfundur, ljósmyndari og myndvinnsla:
Jón Ólafur Björgvinsson
(Nonni Björgvins)
Greinar, Pistlar og fl. eftir sama höfund:
AUTHOR: JÓN ÓLAFUR BJÖRGVINSSON