Á fimmtudaginn úthlutaði Norðurorka styrkjum til 58 samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu.

Rauði krossinn við Eyjafjörð hlaut styrk til verkefnisins Þjálfun í íslensku.

Verkefnið gengur út á að veita innflytjendum stuðning við að tileinka sér íslensku auk þess að gefa íbúum svæðisins tækifæri til að kynnast aðfluttu fólki og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Samskipti á íslensku er einn mikilvægasti þátturinn í gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Auk þess eflir það tengslanet og veitir félagslegan stuðning til innflytjenda.

Ef þú vilt gerast íslenskuvinur getur þú hringt í Rauða krossinn í Eyjafirði í síma 570 4272 eða sent tölvupóst á soleybs@redcross.is

Á myndinni sést Sóley Björk verkefnastjóri taka við styrknum úr hendi Eyþórs Björnssonar forstjóra Norðurorku.

Mynd/ af facebooksíðu Rauða krossins.