Það er annar í sveitaballaþema. Í dag verðum við, Palli og Helga í Gestaherberginu með enn meira sveitaballafjör, framhald frá því úr seinustu viku.
Það er orðinn pakkfullur playlistinn af góðum hugmyndum frá fólki sem tók þátt í lítilli könnuna á Facebook og nefndi sýn uppáhalds lög frá sveitaböllunum sem voru og hétu fyrir um 20 til 40 árum síðan.

Bubbi, Lummurnar, Sniglabandið, Á móti sól, Sóldögg, Sálin hans Jóns míns, Ðe lónlí blú bojs, Todmobile, Skriðjöklar, Buttercup, Dátar, Stuðmenn, Labbi, Hljómar, Ragnar Bjarnason, Papar og fleiri og fleiri hafa skemmt landanum á hinum ýmsu skemmtunum og stöðum, en við einblínum á sveitaböllin.

Þrátt fyrir fullan lista verður samt hægt að hringja í síma 5800 580 og biðja um sveitaballaþemaóskalag, ef það er orð.
Svo er ætlunin að reyna að hringja í einn af þeim mönnum sem skemmtu landanum um árabil á hinum ýmsu böllum hér og þar um landið.

Ekki missa af Gestaherberginu á FM Trölla og trolli.is kl 17 til 19 á þriðjudögum.

FM Trölli næst á FM 103.7 í Eyjafirði, á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is