Laugardaginn 18. maí var opnuð nemendasýning við Menntaskólann á Tröllaskaga. Sýningin er hin glæsilegasta í alla staði, alveg magnað hvað er mikið af hæfileikaríkum nemendum í hinum ýmsu greinum við skólann. Meðal annars gaf að líta verk úr portrettmálun, frumkvöðlafræði, listrænni sköpun, skapandi hannyrðum, jákvæðri sálfræði, fagurfræði, heimspeki og ljóð úr íslenskunni svo fátt eitt sé nefnt.

Lokaverkefni nemanda á listabraut hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir efnistök og hugmyndalega nálgun. Þar er unnið úr efnivið sem nemandinn tók með sér úr sjálfboðastarfi með flóttamönnum á grísku eynni Lesbos. Sjá frétt: Fylgdist með flóttamönnum í miklum hrakningum

Fjöldi gesta sótti sýninguna heim og var það einróma álit sýningargesta að sýningin er virkilega fjölbreytt og áhugaverð.

FM Trölli var með beina útsendingu frá opnunni, Kristín Sigurjónsdóttir spjallaði við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og gesti. Tæknimenn við útsendinguna voru þeir bræður, Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir. Upptaka af útsendingunni er hér fyrir neðan.

 

Sýningin verður opin á skólatíma fram að útskrift laugardaginn 25. maí.
Sjá fleiri myndir frá sýningaropnun: Hér

 

Sýningin er mjög áhugaverð.

 

Nemendur sáu börnunum fyrir verkefnum.

 

FM Trölli var með beina útsendingu frá sýningunni. Kristín Sigurjónsdóttir ræðir við Bergþór Morthens kennara.

 

.

 

.

 

Nemendur elduðu ljúffenga súpu ofan í gesti.

 

Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, framtíðar nemendur í MTR, sáu um tæknimálin fyrir FM Trölla. Þeir byrja á tónlistarbraut við skólann í haust.

 

Páll Helgi Baldvinsson við eitt af lokaverkefnum sínum. Hann er að útskrifast sem stúdent í vor.

 

.

 

Hér má sjá lokaverkefni Kötlu Guðbjargar Gunnarsdóttur sem var við hjálparstörf á eyjunni Lesbos. Hún stundaði fjarnám við MTR á meðan hún dvaldi þar.