Gullans kaka
Botn:
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 150 g smjör, brætt
- 1,5 dl mjólk
- 4 dl hveiti
- 4 msk kakó
- 1 msk vanillusykur
- 1 msk lyftiduft
Glassúr
- 112,5 g smjör
- 3,75 dl flórsykur
- 2,25 msk rjómi
- 1,5 tsk vanillusykur
Skraut
- 50 g suðusúkkulaði
Botn: Hitið ofninn í 225°. Bræðið smjörið. Hrærið egg og sykur saman. Hrærið hveiti, kakói, vanillusykri og lyftidufti saman við. Bætið bræddu smjörinu og mjólk saman við og hrærið þar til deigið er kekkjalaust. Setjið deigið á bökunarpappírsklædda ofnskúffu (ca. 30×40 cm) og bakið í 12-15 mínútur. Prófið að stinga prjóni í kökuna til að sjá hvort hún sé tilbúin og passið að baka hana ekki of lengi. Látið kökuna kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.
Glassúr: Bræðið smjörið og bætið flórsykri, rjóma og vanillusykri saman við. Hrærið þar til blandan er slétt. Breiðið heitan glassúrinn yfir kalda kökuna og látið harðna.
Skraut: Bræðið súkkulaðið og setjið í mjórri bunu yfir kökuna. Látið harðna.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit