Sextán kennarar, stjórnendur og starfsmenn í stoðþjónustu frá KVUC framhaldsskóla fullorðinna í Kaupmannahöfn heimsóttu MTR í vikunni.
Á vefsíðu MTR segir:
Þessi heimsókn hefur dregist í rúmt ár en loks gafst tækifærið.
Í KVUC er fjarkennsla og virk notkun tækninnar þannig að fengur var að því að hitta þau og bera saman bækur. Starfsmenn MTR kynntu starfið hér fyrir þeim, þau hittu nemendur og miðluðu til okkar sinni starfsemi.
Námsferð þeirra var styrkt af Evrópuverkefninu Erasmus+ sem við höfum einmitt notið góðs af. Gestirnir voru ánægðir með heimsóknina og töldu að þau hefðu haft af henni mikið gagn og hún hefði skapað samræðu um hugmyndir og starfshætti þeirra.