Hestadagar á Tröllaskaga er árviss viðburður í samvinnu hestamannafélaganna Glæsis, Gnýfara og Skagfirðings.

Að þessu sinni verða Hestadagar haldnir í Fljótum 17. til 19. júlí.

Hefðbundið er að þeir sem vilja, koma ríðandi á svæðið. Í boði verður að geyma hrossin í ferðahólfi Skagfirðings við Sólgarða yfir helgina (ókeypis).

T.d. verður lagt af stað frá hesthúsunum við Hofsós kl. 13:00 föstudaginn 17.júlí. Súpa verður í boði fyrir ferðalangana á föstudagskvöldið, að Sólgörðum.
Laugardaginn 18. júlí verður lagt af stað í hóp-reiðtúr frá ferðahólfinu við Sólgarða kl. 14:00. Það verður hressing í hléi.

Kl. 19:00 verður svo grill og gleði að Sólgörðum. Verð fyrir helgina verður 4.800 kr., í því er aðgangur að viðburðinum öllum, súpa, hressing og grill-kvöldmatur.

Vonandi verður búið að opna Sundlaugina á Sólgörðum þá, því það er nefnilega tilvalið að skella sér í hana milli atriða.

Gisting er til dæmis í boði á gistiheimilinu Gimbur Guesthouse á Reykjarhóli (s. 626.6350) og hjá Sóta á Sólgörðum https://www.sotilodge.is/

Einnig í fyrrum grunnskólanum á Sólgörðum, en þar er engin þjónusta né útbúnaður, fólk getur gist þar án aukagjalds (innifalið í skráningargjaldinu) ef það hefur sinn viðlegubúnað með sér.

Hestafólk sem er frekar vant í hestum getur fengið leigðan hest (með reiðtygjum) í laugardagsreiðtúrinn hjá Hestaleigunni Langhúsum Arnþrúður Heimisdóttir tekur niður pantanir. 5,000 kr. per hest. 

Skráning er hjá Sveini Einarssyni í síma 860.5668 eða netfangi sveinneinars56@gmail.com og takið fram fjölda fólks. Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 14. júlí.

Ath. það er ekki nóg að merkja við “Mæti” á facebook viðburð.

Sjá einnig facebook viðburð hér.