Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju.

Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Forngrískt heiti hans er πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.

Mánudagurinn eftir hvítasunnudag, annar í hvítasunnu, er almennur frídagur á Íslandi og víðar í Evrópu.

Einnig var fram til ársins 1770 þriðji í hvítasunnu almennur frídagur, en það ár var hann afhelgaður. Eins var með þriðja í jólum, þriðja í páskum og þrettándann, sem einnig höfðu verið helgi- og frídagar, þar sem konungi fannst íslensk alþýða hafa of mikið af almennum frídögum.

Heimild: Wikipedia

Forsíðumynd: Hvítasunnan, verk frá byrjun 14. aldar, eftir Duccio di Buoninsegna.