Ivan Mendez er ungur tónlistarmaður á Akureyri, og einnig hárgreiðslumaður. Medez heitir hann af því að faðir hans er Colombiumaður, en Ivan er fæddur og uppalinn á Akureyri.
Hann heldur útgáfutónleika í Hofi með hljómsveitinni sinni GRINGLO á morgun, laugardaginn, 8. júní, ásamt fjölda meðleikara og tjaldar öllu til.
ATH: Aðeins verða haldnir einir tónleikar og að þeim loknum mun hljómsveitin láta af störfum.
Tónleikarnir eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrarbæjar.
Þann 21. maí síðastliðinn kom platan “ From Source to the Ocean – a Tale of Two Rivers” út á CD. Platan inniheldur 12 lög og er samsett úr tveimur EP plötum, “From Source” og “To the Ocean”.
Þetta er afrakstur 2 ára vinnu hans í skapandi tónlist við Tónlistarskólann á Akureyri. Ivan fer svo til Berlínar í haust, og leggur stund á framhaldsnám í tónlist.
Um plötuna og tónleikana segir Ivan:
“Platan er nokkurskonar “concept” plata í tveimur hlutum sem segir frá ferðalagi brotinnar sálar í leit að eigin tilgangi. Sagan gerist ekki línulega en það má segja að hvert lag sé lítið brot úr heildarsögunni, sem gefur hlustandanum tækifæri til að skyggnast inn í augnablik og minningar.
(Það er svosem ekkert leyndarmál og auðvitað frekar augljóst að sagan er um mig sjálfan)
Það var mikil tilfinningalosun að koma þessu verki frá sér. Meðgangan, tónsmíðarnar, útsetningavinnan, upptökuferlið og framleiðslan eru búin að taka u.þ.b 4 ár í heildina. Ég get orðið frekar manískur þegar það kemur að hugmyndavinnu, það eru ýmsar pælingar á bakvið söguþráðinn og artworkið sem munu aldrei líta dagsins ljós en gefa þó heildarmyndinni meiri dýpt þegar upp er staðið.
Á tónleikunum verður áhorfendanum boðið í einskonar ferðalag í gegnum sögusvið plötunnar. Platan verður spiluð í heild sinni og mun hvert lag flæða inn í það næsta. Sögumaðurinn verður tónlistin sjálf.
Í upphafi fá tónleikagestir lítinn bækling sem inniheldur upplýsingar um hvert og eitt lag, ýmist sögu af uppruna lagsins eða litla hugvekju sem því tengist. Með þessu viljum við setja “tóninn” fyrir hvert lag og skapa heilstæða og óslitna upplifun í gegnum verkið.
Þessir tónleikar marka ákveðinn endi, en einnig nýtt upphaf hjá okkur öllum. Þetta verða ekki einungis útgáfutónleikarnir okkar heldur líka lokatónleikarnir okkar. Arnar, trommarinn okkar, er að flytja suður og ég er að fara að flytja til Berlínar í haust til að fara í háskóla.
Það eru blendnar tilfinningar að kveðja hljómsveitina en ég finn að það er kominn tími fyrir eitthvað nýtt. Nú vona ég að tónlistin eignist sitt eigið líf og muni hjálpa öðrum líkt og hún hefur hjálpað mér. Ég segi bless með smá sandkorni í auga en bros á vor. Ævintýrið er bara rétt að byrja.”
Á plötunni eru margir þekktir listamenn með Ivan, meða þeirra eru (hlutverk á ensku):
Andrea Gylfadóttir – Cello on “The River” and “Through the Doubt”.
Diana Sus – Backing vocals on “Human”.
Gert-Ott Kuldpärg – Brass arrangements and sopran saxophone on “Stranger”.
Haukur Pálmason – Cajon and percussion on “Light of New Day” and shakers on “Brother”.
Hjörleifur Örn Jónsson – Orchestral percussion on “Through the Doubt” and “The River pt.2”.
Kristján Edelstein – Electric guitars on “Through the Doubt”, “Paper bags” and “Brother”.
Rún Árnadóttir – Cello on “When We Were Young” and “The River pt.2”.
Sigfús Jónsson – Percussive instruments on “Stranger”, “Human” and Whisper to the wind. Backing vocals on “Whisper to the wind”.
Stefán Elí Hauksson – Backing vocals on “Human”.
Þórdís Elín Bjarkadóttir – Vocals on “When We Were Young”.
Þórhildur Örvarsdóttir – Vocal Producer on “Paper bags”, “The River” and “Stranger”.
Brass quartet on “Stranger”.
Gert-Ott Kuldpärg – Sopran Saxophone.
Edda Guðný Örvarsdóttir – Tenor Saxophone.
Helgi Þorbjörn Svavarsson – French Horn.
Þorkell Ásgeir Jóhannsson – Trombone.