Í gær uppfærði þjóðkirkjan forsíðu mynd sína á facebook og jafnfaramt var hún sett inn á vefsíðu hennar.
Vakið hefur athygli að myndin sem ætlað er að auglýsa sunnudagaskólann í kirkjunni, er að þar er Jesús farðaður og með brjóst.
Pétur G. Markan samskiptastjóri hjá þjóðkirkjunni segir í samtali við mbl.is að myndin endurspegli fyrst og fremst samfélagið sem við búum í.
Segir hann þar jafnframt þar „Hugmyndin að myndefninu er að fanga samfélagið sem við öll viljum tilheyra; réttlátt, fordómalaust og kærleiksríkt umhverfismiðað samfélag sem einblínir á kærleiksboðskap Jesú Krists í stað þess að hengja sig í hvers kyns hann hafi verið. Það skiptir ekki máli. Kannski var hann eftir allt saman „nonbinary“ trans Jesús eða kona. Það bara skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er kærleikurinn og hvernig hann sífellt lagði lögmálið til hliðar og einblíndi á kærleikann, mannvirðingu og einingu allra í andanum.“
Mynd: kirkjan.is