Kennsla hófst samkvæmt stundaskrá í gær miðvikudaginn 5. janúar við Menntaskólann á Tröllaskaga.

Sóttvarnarreglur heimila nokkuð eðlilegt skólahald en þó hefur verið hert á fjöldatakmörkunum.

Þannig mega mest 50 nemendur vera í sama rými en blöndun milli hópa er heimil. Leitast skal við að hafa 1 metra á milli nemenda í kennslustofum en nota grímu að öðrum kosti. Sama gildir um starfsfólk nema aðeins mega 20 starfsmenn vera í sama rými.

Skólahald í MTR rúmast vel innan þessara reglna og helsta breytingin eru fjarlægðarmörkin. Áfram er áhersla á persónulegar sóttvarnir eins og að spritta hendur. Andlitsgrímur eru til reiðu í anddyri skólans og handspritt er víða í skólahúsinu.

Á vefsíðu MTR segir. “Við hvetjum okkur öll til að fara að þessum reglum svo bægja megi veirunni frá okkur en til þessa höfum við verið blessunarlega laus við smit í okkar hópi. Við viljum mjög gjarnan að svo verði áfram.”