Kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 8:20. í grunnskóla Húnaþings vestra.
Nemendur byrja á því að hitta umsjónarkennara sinn í heimastofu í klukkustund og svo hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Skólaakstur hefst því degi fyrr en áætlað var.
Engin formleg skólasetning verður vegna samkomutakmarkana.
Foreldrar eru minntir á að þeir hafa ekki heimild til að koma inn í skólann á meðan samkomutakmarkanir eru í gildi nema þegar kennarar boða foreldra í skólann og gefa þeim þá jafnframt leiðbeiningar um hvernig þeirri heimsókn er háttað með tilliti til sóttvarna.