Klessukökumuffins (12 kökur)
- 100 g smjör
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 1,5 dl hveiti
- 1 dl kakó
- 1 msk vanillusykur
- 1/4 tsk lyftiduft
- Saltverks lakkríssalt á hnífsoddi
Bræðið smjörið. Blandið öllum þurrefnum saman og hrærið smjörinu síðan saman við. Hrærið eggjunum síðast í deigið. Skiptið deiginu í um 12 muffinsform og bakið við 175° í um 12-15 mínútur.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit