Hljómsveitin KVIKA hefur getið sér gott orð fyrir vandaða tónlist, þar má meðal annars nefna lagið Wicked Wednesday sem kom út fyrir skemmstu og er í mikilli spilun á FM Trölla.
Í gær, 1. apríl kom út annað frábært lag sem nefnist Fools´ Day Forever og verður líka í mikilli spilun á FM Trölla, fyrst í þættinum Tónlistin sem er á dagskrá í dag, sunnudag kl. 13.
“Lagið fjallar um 1. apríl verandi alla daga fyrir svikahrappa og hrekkjalóma” segja KVIKU-menn.