Andri Viðar Víglundsson skipar 9 sæti H-Listans í Fjallabyggð.
“Ég heiti Andri Viðar Víglundsson og er 43 ára gamall Ólafsfirðingur. Ég er fæddur og uppalinn í Ólafsfirði og hef búið þar alla tíð utan 7 ára þar sem ég bjó á höfuðborgarsvæðinu. Ég á tvær dætur sem báðar eru búsettar í Fjallabyggð.
Eftir um 20 ára sjómennsku á togskipum þá hóf ég eigin útgerð á smábát og hef starfað við það síðustu 7 ár. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist starfsemi útgerða og hafna á svæðinu. Ég hef gegnt formennsku Kletts, svæðisfélags smábátaeigenda sem hefur varnarþing frá Siglufirði að Húsavík. Einnig hef ég verðið starfandi í hafnarstjórn Fjallabyggðar og er núverandi varaformaður Landsambands Smábátaeigenda.
Ég verð seint talinn sá ævintýragjarnasti þegar kemur að ferðalögum og búsetu en þykir gott að búa í góðu samfélagi sem er í stöðugri þróun.
Setjum x við H!
Andri Viðar Víglundsson
H-Listinn—fyrir heildina”.