Hanna Sigga eins og hún er kölluð er 39 ára Siglfirðingur, snyrtifræðingur að mennt og rekur Snyrtistofu Hönnu á Siglufirði ásamt því að stunda nám í Háskólanum á Bifröst.
Hanna Sigga hefur verið í baklandi flokksins, verið kosningastjóri tvisvar sinnum ásamt því að hafa setið í Markaðs & menningarnefnd og er varamaður í Félagsmálanefnd á þessu kjörtímabili. Hanna Sigga skipaði 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Alþingiskosningunum sl. haust.
Hennar helstu áherslumál eru:
• Ábyrg fjármálastjórnun
• Skapa umhverfi fyrir fjölbreytt atvinnulíf
• Að innviðir Sveitafélagsins séu öflugir svo að það sé samkeppnishæft
Hanna Sigga er mikil landsbyggðakona og brennur fyrir því að jöfn tækifæri séu til atvinnu óháð búsetu og að mikilvægt sé að ríkið sinni skyldum sínum varðandi innviði svo að byggðir líkt og Fjallabyggð haldi áfram að þróast.
Lykilatriði er að kjörnir fulltrúar og íbúar samfélagsins séu samstíga þegar það kemur að helstu hagsmunamálum sveitarfélagsins það er hagur okkur allra þegar Fjallabyggð blómstrar.