Í síðustu viku hélt Slökkvilið Fjallabyggðar kynningu á viðbragðsáætlunum sem til staðar eru fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga sem og viðbrögðum við við eldsvoða. Þá var einnig æfð skyndirýming í skólahúsnæðinu með starfsfólki, kennurum og nemendum. Kennarar og starfsmenn fengu svo tækifæri til þess að æfa notkun á slökkvitækjum og eldvarnarteppi.
Einnig fékk starfsfólk sambýlisins að Lindargötu 2 á Siglufirði kynningu og handleiðslu á notkun slökkvitækja og eldvarnateppis sem á að vera til staðar á hverju heimili og vinnustað.
Myndir/Slökkvilið Fjallabyggðar