Í dag verður frumflutt á FM Trölla lagið Vodkafamelý í nýrri útgáfu með Cargo frá Siglufirði.

Þorsteinn Bertu Sveinsson verður í símaviðtali á FM Trölla í dag, í þættinum Tíu Dropar til að fræða hlustendur um málið.

Lagið Vodkafamelý var upphaflega samið 1986 og var flutt á Músiktilraunum 1988.

Vann svo hljómsveitakeppni í Skeljavík 1988 og var tekið upp í stúdíói Bítlavinafélagsins.

Nú 35 árum seinna fóru gömlu mennirnir í Cargo í stúdíó Paradís í Rvk. og þetta er útkoman.

Sumarsmellurinn 2021 kannski ?

Söngur: Þorsteinn Bertu Sveinsson
Trommur: Örn Arnarson
Gítar: Jóhann Friðfinnur Sigurðsson
Bassi: Jón Ómar Erlingsson
Gítar: Þröstur Þorbjörnsson
Bakraddir: Þorsteinn Bertu Sveinsson
Lag og texti: Cargo