Málþing um nikótín og heilsu fer fram þriðjudaginn 11. október milli klukkan 10:00 – 15:00 í Laugardalshöllinni.
Umfjöllunarefni málþingsins er áhrif nikótíns á heilsu, notkun þess, fíkn, fræðsla, viðhorf Íslendinga og lög um nikótínvörur sem samþykkt voru í júní 2022.
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, setur málþingið ásamt Ölmu Möller landlækni sem flytur ávarp. Á málþinginu mun Stefán Pálmason tannlæknir m.a. fjalla um áhrif nikótínpúða á munnhol, Sylvía Runólfsdóttir læknir á Vogi fjalla um meðferð við nikótínfíkn. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra verður jafnframt með ávarp á málþinginu.
Þetta er aðeins örlítið brot af erindunum sem í boði eru.
Að málþinginu standa UMFÍ, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Fræðsla og forvarnir með styrk frá Lýðheilsusjóði og heilbrigðisráðuneytinu. Fyrirlestrar málþingsins verða teknir upp og gerðir aðgengilegir síðar á vefsíðum samtakanna sem standa að því.
Beint streymi verður frá málþinginu.
Skráning fer fram á meðfylgjandi formi. Skráning stendur til 10. október.
Smelltu hér til þess að opna dagskrá málþingsins.