Í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar er auglýstur frestur til að sækja um styrki til Fjallabyggðar.

Umsóknarfrestur verður 7. – 30. október.

Auglýst verður eftir umsóknum um styrki til menningartengdra verkefna, hátíðarhalda, reksturs safna og setra, fræðslustyrkja og styrkja vegna greiðslu fasteignaskatts félagasamtaka.

Tillaga var gerð á 761. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar að nýjum styrkflokki sem ætlað er að styrkja græn verkefni.

Þá er einnig á sama tíma auglýst eftir tilnefningum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023.